top of page

ProLan Ryðvarnarþjónusta
Hjá Smára Hólm 

Lengri útgáfa:
Prolan ryðvörn hjá Smára Holm – Upplýsingar og leiðbeiningar
Sæll/Sæl og takk fyrir áhugann á ryðvörn með Prolan.
Hér að neðan má finna upplýsingar um ferlið og verðið.

 

Afhending bifreiðar
 Bifreið þarf að koma í síðasta lagi daginn áður en vinna hefst, fyrir kl. 17:00.
 Við tökum öll dekk undan (þ.m.t. varadekk ef það er til staðar undir bifreiðinni),
ásamt öllum pönnum, hlífum og plasti undan bifreið og úr innri brettum.

 

Vinnuferlið
 Undirvagninn er blásinn með „8 bör“ háþrýstilofti og yfir nótt þurrkaður í 20-25°.
 Við úðum Prolan undir allan undirvagninn, inn í sílsa, grind (ef við á), bitar,
holrými og aðra staði þar sem ryð getur myndast.
 Mikilvægt er að bifreiðin sé alveg þurr áður en úðun fer fram, þess vegna
fáum við hana degi áður til að ná réttum málmhita.
 Smurmiði er settur á framrúðu og verkbókhald fylgir bifreiðinni

– þetta tryggir rekjanleika og gæði.


Eftirfylgni og endurkomur
 Fyrsta endurkoma: Bifreið kemur í skoðun og við bætum við efni í hurðir,
húdd, skott og skoðum undirvagninn

– þetta er innifalið.


o Mikilvægt er að koma með bifreiðina í fyrstu endurkomu

svo efnið haldi áfram að virka rétt.


o Á sumrin getur ProLan orðið virkt vegna hitaþenslu málms – dregst
efnið þá dýpra inn í járnið.

 Eftir fyrstu endurkomu: Þegar ryð hefur stöðvast, nægja skoðanir á 4 ára
fresti og þarf þá að greiða skoðunargjald.

Undantekningar og mat á ástandi
 Ef ástand bifreiðar er það slæmt að ryðvörn er ekki skynsamleg fjárfesting
miðað við verðmæti hennar, þá framkvæmum við ekki vinnuna

– og er það kostnaðarlaust mat.

 Ef bifreið þarfnast viðgerða áður en ryðvörn er sett á,

er hægt að bóka tíma aftur eftir viðgerð.


Verð og aðrar upplýsingar
 Grunnverð fyrir ryðvörn: 213.800 kr. m/vsk
(aukakostnaður bætist við ef um ræðir eldri,

eða illa farna bíla þar sem ryðmundun er orðin talsverð. 
 Fyrir bíla eldri en 8 ára getur þurft meira efni og vinnu

– þetta fer eftir ástandi bifreiðar.


Ekki hika við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar eða panta tíma:
 

Prolan ryðvörn – Helstu upplýsingar

✅ Bifreið þarf að koma daginn áður en vinna fer fram, fyrir kl. 17:00

✅ Við fjarlægjum dekk, varadekk, plast og hlífar undir bifreið
✅ Ryðvörn er sett undir allan undirvagninn, sílsa, holrými og fleiri viðkvæma staði
✅ Bifreið er blásin þurr og hituð til að tryggja hámarks virkni efnisins
✅ Fyrsta endurkoma eftir 1 ár – innifalið í verði
✅ Síðari skoðanir á 4 ára fresti, ef bifreið er hætt að ryðga
✅ Ef ástand bifreiðar er of slæmt, þá er það metið og engin kostnaður ef ekki er ryðvarið
✅ Verð: 213.800 kr. m/vsk (aukakostnaður ef bifreið er eldri en 8 ára og þarf auka vinnu/efni)

861 7237

©2015 by Prolan ehf. Bílaryðvarnarþjónusta - Hjá Smára Hólm

bottom of page