bill

Velkomin

 

Hjá Smára Hólm sérhæfum við okkur í ryðviðgerðum ásamt því að ryðverja.

Við höfum áralanga reynslu af því að vinna með ryð og beitum nýrri, öflugri, hagkvæmri og umfram allt árangursríkri aðferð til þess að vinna á ryði.

Okkar árangur hefur fyrst og fremst falist í notkun á vörunum frá Prolan.

 

Hér að neðan má finna myndbönd sem sýna og gefa nokkra hugmynd um virkni þeirra.

 

Með fyrirbyggjandi og aðgerðum getum við aðstoðað þig við að lengja líftíma bifreiðarinnar, aðferðin er ódýr og árangursrík, vertu í sambandi og kynntu þér málið betur.

 

Smári Hólm Kristófersson stofnandi og eigandi fyrirtækisins hefur áratuga reynslu af bifreiðaviðgerðum og viðhaldi. Í seinni tíð hefur Smári og fyrirtækið þó í auknum mæli farið að sérhæfa sig í viðgerðum og forvörnum á ryðmyndun. Við þá þróun sem átt hefur sér stað innan fyrirtækisins hafa starfsmenn þess leitast eftir nýjum og árangursríkum leiðum til þess að takast á við hið hvimleiða vandamál sem ryð getur leitt af sér. Í dag hefur fyrirtækið fundið árangursríka lausn með notkun efnablöndu frá Nýsjálenska fyrirtækinu Prolan. Efnið hefur reynst ákaflega árangursríkt auk þess sem notkun þess býður oft mun hagkvæmari lausnir en þær sem þegar eru til staðar, af þessu leiðir sparnað til kaupanda auk þess sem efnið er umhverfisvænt. 

Opnunar tími:
​Alla daga frá 08:00-18:00
Tímapantarnir frá kl. 09:30-17:00
Bókhald frá kl. 10:00-14:00

​Helgar: lokað (nema annað sé auglýst)

Tímapantarnir S: 861-7237

Bókhald S: 788-5590

Suðurhella 10 - 221 Hafnarfirði