Ryðvarnir

Hjá Smára Hólm höfum við mikla reynslu af því að ryðverja undirvagna á bílum. Þrátt fyrir það að flestir viðskiptavina okkar óski eftir að láta ryðverja bílinn, þá viljum við taka fram að við tökum að okkur ryðvarnir á ýmsu öðru, s.s bátum, vinnuvélum, verkfærum ofl.

      Prolan

 

Vörurnar frá Prolan hafa margsannað sig, efnið er öflug ryð og tæringarvörn sem endist auk þess að hafa frábæra smureiginleika. Varan er afrakstur margra ára þróunar hjá snjöllum frumkvöðlum á Nýja Sjálandi og er í sífeldri þróun þar sem leitast er eftir að mæta stöðugt strangari kröfum.

 

 

      Undirvagnar
 

Skilvirkni Prolan kemur vel fram þegar ryðverja þarf undirvagna bifreiða. Ólíkt fjölmörgum öðrum aðferðum þá sparast mikil tími við notkun efnisins sem dregur verulega úr kostnaði  samanborið við aðrar aðferðir.

      Fjölbreytileiki
 

Notkun Prolan einskorðast ekki eingöngu við ryðvörn. Þetta frábæra efni má nota við hin ýmsu tækifæri m.a. er hægt að nota Prolan til að smyrja keðjur, skrúfbolta og rær, bremsukapla og gírskiptikapla á reiðhjólum og jafnvel bóna auk þess að hafa frábæra smureiginleika. Efnið leiðir ekki rafmagn upp að 70kv. Prolan hefur hlotið vottun NSF og má því notast í matvælaiðnaði en slík vottun segir mikið til um það að hér er á ferðinni ákaflega vönduð vara.

Suðurhella 10 - 221 Hafnafjörður